Spenningurinn...
Í dag snýst um hvort að flotta e-label peysan mín láti sjá sig með póstinum. Pantaði mér um daginn og er að vona að hún komi í dag. Var heillengi að velja mér, þetta er allt svo mega fínt hjá þeim þarna, en endaði á að panta mér Bursted balloon og er að vona að hún komi vel út.
Project dagsins er svo að reyna að komast eitthvað aðeins meira áleiðis með ritgerðina sem ég á að skila á fimmtudaginn.
Var svo að fatta að það er að koma Desember eftir örfáa daga. Alveg spurning að fara að dusta rykið af jólaseríunum og ljósaskreytingunum og skella þeim í gluggann. Dagarnir fljúga svo fljótt frá manni þessa dagana, maður fattar varla hvað tíminn líður hratt.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim