...
Skólastaðan:
2 ritgerðir af 3 tilbúnar.
Próf á mánudag og miðvikudag.
* Búin að komast að því að það er meira mál en maður heldur að eiga lítið barn og vera í skóla.
* Er ekki búin að vera að standa mig eins vel og ég hefði viljað.
* Sem er bæði vegna leti og anna í ummönnun ungans.
* Ég hlakka mega til jólanna.
* Get varla beðið heldur eftir að það komi 21. des og þetta allt verði búið.
* Við keyptum okkur græjur um daginn.
* Búin að blasta jólalögin nánast á hverjum degi í tilefni af því.
* Við erum búin að setja upp jólaseríur inni og úti og orðið voða jólalegt hjá okkur.
* Litla skottan okkar verður mánaðargömul á morgun.
* Sem er afskaplega merkilegt finnst mér.
* Hún dafnar ótrúlega vel.
* Er búin að þyngast um rúmt kíló á þessum mánuði sem hún er búin að vera til.
* Sem er pínu mikið fyrir svona lítinn böggul sem var bara 3,5 kíló fyrir.
Ég er alveg orðin sjúk í að laumulesa blogg og ætla því að deila með ykkur hérna tveimur uppáhalds:
Tvíburamamman hún Ragnhildur finnst mér afskaplega skemmtileg. Skrifar aðallega skemmtilegar sögur af dætrum sínum tveim og gullkornum sem falla af vörum þeirra, stafablöðum úr skólanum og fleira. Afspyrnu skemmtilegt allt saman.
Matgæðingurinn Nanna er nágranni minn hérna á þessum hluta Grettisgötunnar og afskaplega skemmtilegur penni. Skrifar um mat, dægurmálin og barnabörnin sín, Boltastelpuna og Sauðagæruna.
Endilega skoðið þetta.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim