Fleiri myndir
Komnar aðeins fleiri inn á myndasíðuna. Erum svo að reyna að setja inn video af prinsessunni á Youtube. Kemur í ljós hvort okkur takist það seinna í kvöld.
Erum annars búin að eiga voða fína helgi. Guðrún og Óskar komu í heimsókn í gær og í dag og svo var stórfjölskyldan frá Króknum og mamma hérna fyrir helgina þannig að það er búið að vera voða mikið stuð hjá okkur. Lillan búin að vera frekar stillt bara fyrir utan gærkvöldið, skældi smá þá. Erum að vona að þessi magapína sé að verða búin. Svo er hún öll að steypast út í hormónabólum þessa dagana, voða rauðflekkótt greyið. Vonum að það fari aftur fljótlega.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim