Og daman fékk loksins nafn
MAGNEA óSK
...var nafnið sem varð fyrir valinu á prinsessuna. Erum búin að eiga yndislegan skírnardag í faðmi fjölskyldunnar. Litla prinsessan er búin að haga sér eins og engill, svaf eiginlega í gegnum alla athöfnina og brosti bara þegar hún opnaði augun. Hún mótmælti nafninu ekkert, virkaði ofsa sátt og glöð með það, enda svo sem ekki við öðru að búast. Foreldrarnir voru nú búnir að máta það á hana undanfarna daga. Að sjálfsögðu var dagurinn myndaður í bak og fyrir og erum við búin að setja inn brot af því besta á myndasíðuna. Allir að kíkja á það!
Kveðja úr sveitinni
Laufey, Indriði og Magnea Ósk
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim