fimmtudagur, mars 27, 2008

Hóst hóst

* Ég er komin með flensu sem var alls ekki efst á óskalistanum.

* Við erum búin að fá svar um styrkinn og auðvitað fengum við JÁ! Þannig að við erum að fara til Seattle næsta haust. Je baby! Strax búin að heyra af öðru pari sem er að fara út líka.

* Margt sem þarf að gerast áður en við getum flutt. Mega paperwork framundan, allskonar leyfi og stimplar og allt þetta sem þarf að redda. Svo þarf að selja íbúð og bíl, koma dóti í geymslu osfrv. Svo ekki sé talað um ritgerðina sem ég á eftir að skrifa og prófið sem ég á eftir að taka.

* Ég hlakka ýkt til að horfa á Lipstick Jungle sem er að fara að byrja á Skjá einum. Og svo má náttúrulega ekki gleyma að Greys er að fara að byrja aftur líka. Hæðin er nú ekkert alveg að slá í gegn, Mannaveiðar fara vel af stað og ég hlakka ofsa til að sjá fyrsta þáttinn af Svalbarða. A lot to do in the TV department.

* Vorum að setja inn nýjar myndir á myndasíðuna síðan um páskana.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim