sunnudagur, mars 23, 2008

Páskaungi

* Við erum búin að fá jákvætt svar frá UW í Seattle, Washington, USA og því lítur út fyrir að við séum að fara að vera ameríkanar í ágúst. Svar við styrkumsókninni er reyndar ekki komið eeeeen við erum voða viss um að við fáum já við því líka.

* Erum búin að vera á Króknum í góðu yfirlæti og fjölskyldufíling frá því á þriðjudaginn. Búin að borða yfir okkur af allskyns góðgæti og hitta alla family og hafa það gott.

* Maður skellti sér á ball með Paul Oscar á miðvikudagskvöld á Barnum á Sauðárkrók. Sólveig lagði undir sig foreldrahús og bauð meira að segja til teitis fyrir ballið. Það var auðvitað ógnarmikið stuð og læti og skemmtum við píurnar okkur konunglega.

* Búin að fara 2x á skíði í Tindastóli. M litla svaf eins og steinn í vagninum fyrir neðan lyftuhúsið á meðan foreldrarnir fóru hverja ferðina á fætur annarri. Geðveikt veður, ekkert of margir í brekkunni og æðislegt skíðafæri. Tók reyndar nokkrar ferðir að dusta rykið af skíðakunnáttunni en það hafðist. Seinni daginn skíðaði frúin eins og enginn væri morgundagurinn og brunaði niður brekkurnar á ógnarhraða.

* Erum núna komin í sveitina heim til mömmu og pabba. Búin að fara í gönguferð og sýna unganum hunda, kindur, kálfa, kýr og kisur. Labba í fjörunni, taka margar margar myndir og borða á okkur gat.

* Indriði fer svo í bæinn á morgun og við skvísur verðum hérna eftir. Áætluð koma í höfuðborgina er svo seinnipartur miðvikudags.

* Það stefnir svo í svakalegt páskaeggjaát í kvöld. Aldrei þessu vant hef ég getað stillt mig um að ráðast á páskaeggið þangað til á páskadag. Kannski af því ég og husbandið eigum eitt egg saman og hann er mjög harður prinsip-maður.

* Gleðilega páska allir saman

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim