þriðjudagur, apríl 08, 2008

Letilíf

* Magnea er búin að fara í 5 mánaða skoðun. Hún var orðin 66 cm og 7,6 kg. Orðin þvílíkur bolti. Aðalstuðið þessa dagana er að halda í tásurnar á sér og helst reyna að stinga þeim upp í sig. Það hefur oft tekist.

* Er búin að komast að því að mömmuhlutverkið hefur gert mig að meiri feminista. Miklu meiri feminista. Fór meira að segja á fund hjá Feministafélaginu um daginn sem var heljarinnar stuð.

* Ég, Indriði og Magnea erum að fara til Edinborgar í heimsókn til Guðnýjar. Fljúgum út 1. Maí og aftur heim 4. Litla bollan er búin að sækja um vegabréf og allt. Stefnir á að verða mikill heimsborgari.

* Ritgerðarvinnan er aðeins komin af stað. Held reyndar að ég reyni að skipta um efni, finnst þetta sem ég var búin að velja ekki alveg nógu spennandi. Allavegana ekki nógu spennandi til að ég byrji á ritgerðinni, sem er verra.

* Finnst Samfylkingin vera að koma voða illa út úr stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Nett Framsóknar yfirbragð yfir gagnrýninni sem flokkurinn hefur fengið á sig síðustu daga bæði út af álvers- og einkaþotumálum. Spurning hvaða flokkur fer hættir sér næst í samstarfið með D.

* Það kviknaði í húsi hérna rétt hjá um daginn. Það fylltist hérna gatan af sjúkrabílum, löggubílum og slökkvubílum. Maður fékk nú nettan hjartslátt með skvísuna sofandi hérna á svölunum. Það tók sem betur fer stuttan tíma að slökkva eldinn.

* Erum búin að setja inn nýjar myndir á myndasíðuna

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim