Morgunútrásin
Ok ok...
No. 1
Mér finnst nýja lagið og myndbandið hjá Mercedes Club ekki vera að gera sig. Miðað við allar yfirlýsingarnar um að þetta yrði mest sexy myndband allara tíma þá varð ég fyrir vonbrigðum. Það skín líka svo rosalega í gegn hvað þetta er sponsað að það er hálf ósmekklegt. Þetta er næstum því eins og þegar Buttercup gerði myndbandið inni í Hagkaup í Smáralind.
No. 2
Hvað er eiginlega að gerast með þetta efnahagslíf? Seðlabankinn með hálfgerða heimsendaspá og Dabbi að fara hamförum í vaxtahækkunum. Algerlega ekki að leggja sig fram um að lenda hagkerfinu mjúklega. Því eins og hagfræðingurinn Calvo sagði þá er það ekki sveiflurnar sem er alvarlegastar heldur snögghemlun hagkerfisins. "It is not the speed that kills, it is the sudden stop"
Eeeeeeeen af því það er föstudagur og alveg að koma helgi og stuð og svona þá er hérna uppáhaldið mitt! Can´t touch this... Hammer time!! Djöfull var hann meðetta...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim