Mér finnst...
Ein sem er með mér í mömmuklúbbnum benti okkur á Mér finnst á ÍNN sem er spjallþáttur með Björk Jakobs og Kolfinnu Baldvins. (...af hverju ætli hún sé kölluð Baldvinsdóttir? Heitir pabbi hennar ekki Jón Baldvin?) Ég er búin að vera að horfa á nokkra þætti á veftv-inu hjá visir.is og finnst þetta alveg rosalega skemmtilegt. Þær eru alveg svaka skemmtilegar þessar konur og fá oft mjög áhugaverðar konur til sín í spjall. Ég mæli með þessu.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim