miðvikudagur, apríl 09, 2008

Snjór!!!

Maður er ekki fyrr búin að ákveða að vorið sé komið þegar það fer að snjóa aftur. Það sem verra er er að ég gerði gott betur en að ákveða að vorið væri komið. Ég tók mig til og sjænaði svalirnar hjá mér og gerði þær sólar-friendly. Sópaði allt hátt og lágt, henti rusli og þvoði tauið af stólunum. (Ég byrjaði reyndar á því að taka jólaskrautið af svölunum, ehemmm) Akkúrat þegar ég var búin að raða öllu fínt og setja tauið aftur á stólana þá byrjar að snjóa. Týpískt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim