föstudagur, maí 21, 2004

Allt í gangi...

Íbúðin mín er hrein, hrein, hrein... Ég tók mér frí í dag úr vinnunni og er búin að eyða deginum í að gera íbúðina mína litlu glampandi fína og held svei mér þá að mér hafi tekist ágætlega til. Til að fagna árangrinum þá er ég núna með tölvuna fyrir framan sjónvarpið að horfa á Sex and the city og drekka kaffið mitt. Ætlaði reyndar líka að skella mér í ræktina í dag en held að það gefist ekki tími til þess. Við erum nefninlega á leiðinni á Sauðárkrók um leið og strákurinn er búin í vinnunni. Tengdó er að flytja og við erum búin að lofa að hjálpa til.

Vegna ótrúlegs letis hjá mér síðustu dagana þá ætla ég að reyna að stikkla á stóru og fara yfir helstu atburði, ekki endilega í tímaröð samt.

Vinnudjamm á miðvikudaginn. Haldið á 3ju hæðinni á Iðnó, fullt af áfengi og snittur. Var ekkert í neinum svakalegum partý gír en mætti samt. Sökum óendanlegs magns af áfengi þá var fólk fljótt komið í all svakalegan gír, trúnó-gír, söng eða dans-gír eða einhvern af þessum skemmtilegu gírum sem fylgja ótæpilegri áfengisneyslu. Jón Gnarr kom og var með smá uppistand og svo var haldið í bæinn. Fór með mest-edrú-liðinu á smá pöbbarölt og svo heim í bólið til stráksins míns.

Eurovisiondjamm á laugardaginn. Stórskemmtilegt kvöld sem Rithöfundurinn segir best frá. Hitti Bjergvehn stór-frænda minn (eða allavegana stærsta frænda minn) og við spjölluðum smá og kíktum á nokkra staði. Vill minna á enn eina snilldar myndina af kappanum, strákurinn er núna komin í lögreglubúning all skuggalegur á svipinn.

Allir 3 uppáhalds þættirnir mínir eru búnir. Friends, Sex and the city og Survivor. Ég held samt að það sé fínt, gott að vera búin að losna undan oki inniverunnar svona þegar sumarið er að byrja. Allir þættirnir enduðu ofsalega vel, ætla nú samt ekki að ljóstra upp endanum á Friends fyrir þá sem ekki vita, en Sex and the city endaði ofsalega vel og Survivor sömuleiðis. Ástin blómstraði og allir gasa glaðir.

Annars er búin að vera ofsalega ljúft líf hjá okkur hjónaleysunum. Við erum búin að sofa út, leggja okkur á daginn, fara í langar gönguferðir, sitja á kaffihúsum og spóka okkur í miðbænum. Lífið er ótrúlega ljúft...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim