Mússíkin og helgin
Ég er búin að vera yfirlýstur FM957 hlustandi í þónokkurn tíma. RogB dillibossa-mússík hefur átt hug minn og hjarta og hefur verið það sem ég hlusta t.d. á í bílnum. En núna þar sem framtíðin í tónlistarbrannsanum hefur tekið óvænta stefnu, þá ákvað ég nú að fara að hlusta á eitthvað sem er með alvörunni bassalínum í. Ég hef þess vegna verið með stillt á X-ið í bílnum alla síðustu viku, stúderandi bassalínur á fullu. Mér til mikillar undrunar þá hef ég bara skemmt mér konunglega við að hlusta á þessa góðu stöð. Það er aldrei að vita að ég haldi mig kannski bara við hana í framtíðinni. Var t.d. áðan að hlusta á "the roof is on fire" fílandi mig í botn á leiðinni heim.
Helgin er búin að vera uppfull af djammi. Fór niður í bæ bæði kvöldin á pöbba-rölt og er eiginlega komin með alveg nóg af því e. helgina. Fór í gær í vinnupartý til Auðar og svo niður í bæ. Kíktum á Thorvalds, Hressó og síðast á Pravda en þar hitti ég Christínu skvísu og vinkonur hennar. Rosalega helgi framundan, Eurovision ber þar auðvitað hæst.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim