laugardagur, maí 08, 2004

Vorið, gærkveldið og áframhaldandi tónleikar

Það er alveg meiriháttar hvað það er komið mikið vor í loftið. Það er bjart þangað til seint á kvöldin og hitastigið er bara á leiðinni upp. Ég er alveg að fíla mig í tætlur í þessum vor-fíling, er eiginlega orðin eins og litlu krakkarnir og vill ekki fara að sofa "því það er ennþá bjart úti" :)

Dagurinn í gær var rosa fínn. Var reyndar að vinna til um 6, sem ætti náttúrulega að vera bannað á föstudögum. Við hjúin fórum svo og tókum okkur göngutúr niðri í bæ og fórum svo og hittum fyrrverandi bekkjafélaga hans Indriða niðri á Vegamótum, þetta voru flest allt strákar sem við fórum með út til Mexíkó og Kúbu í fyrra þannig að ég þekkti þá alla líka vel. Við fengum okkur að borða og spjölluðum helling, frábært að hitta alla þessa snillinga aftur. Ég lét mig svo hverfa með Mæsu Johns, einu stelpunni í bekknum. Sem er alger snillingur með meiru... Við fórum svo með vinkonu hennar á tónleika með Bang-Gang þar sem uppáhaldið mitt Tenderfoot voru að hita upp. Þetta eru náttúrulega báðar æðislegar hljómsveitir og hún Ester Talía er ótrúlega góð söngkona. Ég var allavegana að fíla mig þarna í botn. Við fórum svo og hittum einn gaur sem Indriði er að vinna með og 2 vinkonur hans, allt lið frá Danmörku, og reyndum að sýna þeim um bæinn. Kom heim hálf 4 og steinsofnaði.

Einn ótrúlega góður vinur minn sagði mér einu sinni að ég virkaði stundum góð með mig. Eftir það hef ég reynt eins og ég get að vera það ekki. Sérstaklega þess vegna þá fer ekkert í taugarnar á mér eins og merkikerti, sérstaklega merkikerti sem geta ekki heilsað manni. Ótrúlegt hvað velgengni getur farið misjafnlega með fólk...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim