TV, ræktin og unglingabólurnar
Skuggalega góðir þættir rétt að klárast. OC var brill, eins og venjulega, algert Beverly hills og svo náttúrulega Survivor, þar sem bara 4 eru eftir og farið að hitna rosalega í kolunum. Fór annars í ræktina e. vinnu og tók handa-lyftinga-æfingu, ekki alveg komin inn í brannsamálið ennþá, vona samt að þið skiljið. Efast um að ég geti lyft svo miklu sem penna á morgun vegna strengja og er þess vegna að skrifa núna. Á leiðinni í ræktina sá ég bíl með númerið AA-003, sem mér fannst frekar cool. Hver ætli eigi bíl með númerið AA-001?
Verð samt að segja að ég er ofsalega fegin að vera ekki táningur í dag. Allt brjálað í þessum bloggheimum í grunnskólunum. Alls kyns orðbragð og notkun á rosalegum orðum sem flestir þessara krakka vita varla hvað þýða. Allir að skrifa nafnlaust og það eru svakalegar ásakanir og viðbjóður sem fer þar á milli. Þótt að það væri kannski fínt að hafa mömmu ennþá til að elda og þrífa af manni þvottinn þá er ofsalega gott að vera ekki lengur í slagtogi með svona hormónabombum heldur með fólki sem er í raun og veru "andlega þroskað".
Síðast en ekki síst þá er hægt að fylgast með Eurovision-blogginu og vera inni í ÖLLU slúðrinu í Istanbul. 5 dagar til stefnu!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim