þriðjudagur, maí 18, 2004

Mótmæli og óendanleg leti

Mikið rosalega er ég búin að vera löt að skrifa hérna. Er haldin svo miklu andleysi að ég hreinlega finn mér ekkert áhugavert til að skrifa um. Á reyndar eftir að útlista betur helgina með tilheyrandi Júróvsjón-gleði, það kemur síðar í vikunni. Það eina sem ég meika að segja núna er:


STÖNDUM VÖRÐ UM LÝÐRÆÐIÐ!
Áhugahópur um virkara lýðræði boðar til fjöldafundar á Austurvelli miðvikudaginn 19. maí kl. 12.10.

Hingað og ekki lengra!

Lýðræði byggist á umræðum, gagnsæi, ábyrgð, virðingu og trausti. Íslensk stjórnvöld sniðganga lýðræðislega umræðu í hverju málinu á fætur öðru og beita handafli til að koma fram málum. Írak, útlendingalög, umhverfismál, öryrkjar, réttindi launafólks, Hæstiréttur, umboðsmaður Alþingis, kærunefnd jafnréttismála, og nú síðast fjölmiðlar. Nú er mælirinn meira en fullur.

Leikreglur lýðræðisins eru ekki virtar. Við erum þjóðin, við berum ábyrgð á lífinu í landinu og lífsskilyrðum komandi kynslóða. Látum í okkur heyra. Þrengjum okkur í gegnum hlustir ráðamanna. Við viljum raunverulegt lýðræði!
Hingað og ekki lengra! Við mótmælum öll!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim