I love you Dabbi...
Eins og einhverjum hefur kannski dottið í hug er Davíð Oddsson ekki alveg uppáhalds manneskjan mín í heiminum. Sá á síðunni hjá uppáhalds frænda mínum alveg snilldarskrif sem ég verð að vitna í hérna. Hann veit nefninlega allt sem gerist á internetinu strákurinn og vitnar á síðunni sinni í skrif á síðu Helga Hjörvars þar sem þetta stendur:
..."Á kaffistofunni kynntist maður svo í fyrsta sinn fyrir alvöru skapofsa forsætisráðherra þegar hann öskraði bókstaflega á þann kurteisa fréttamann Kristján Guy Burgess setningar eins og: Þú skalt bara láta þingmenn og ráðherra vera! Það er svona ein af þessum stundum þegar maður horfir niður fyrir sig og óskar þess að maður sé einhvers staðar annars staðar. En nú fer hann að hætta. Kannski þetta sé allt þess vegna."
Ég held að þetta sanni það best að karl-gimpið sé að fara yfirum. Hefur einhver t.d. séð hvernig gaurinn lítur út, það er alveg áreiðanlegt að hann á barmi taugaáfalls.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim