mánudagur, maí 10, 2004

Rokk, fréttir og eurovision

Á föstudagskvöldið er Jack Daniels rokkarakvöld á Gauki á stöng. Þar koma fram hinar ýmsu sveitir og spila og syngja. Meðal þessara hljómsveita er ofursveitin Mínus, sem við skvísurnar ætluðum að leita til varðandi kennslu í hljóðfæraleik. Ég vil því nota tækifærið og kvetja til hópferðar á vegum hins nýstofnaða bands niður á Gauk þar sem við getum reynt að véla þá drengi til samstarfs. Það væri meira að segja hægt að kalla þetta vísindaferð. Hvað segið þið um það skvísur?

Fréttirnar af misþyrmingum fanga í Írak er með því ógeðslegra sem hefur verið í fréttum í vikunni. Maður bara skilur ekki hvernig siðmenntað fólk getur einu sinni látið sér detta þetta í hug, hvað þá framkvæma svona viðbjóð. Ætli þetta geti verið einn af fylgifiskum stríðs að fólk missi allar hömlur og siðferðisvitund? Gæti það verið að stríð hafi svona skemmandi áhrif á fólk? Mér finnst þetta allt allavegana alveg hræðilegt og ekki til að bæta traust almennings í Írak á hersetuliðinu. Spáið svo í því að við styðjum þetta stríð...

Eurovision upphitunin er svo byrjuð og því um að gera að stúdera aðeins þetta. Allir hafa þessa ofurtrú á okkar framlagi að þessu sinni, strákurinn er reyndar alveg ágælega myndarlegur þannig að það er aldrei að vita hvað gerist. Eins og mér fannst lagið nú ekkert svakalega spes þegar ég heyrði það fyrst þá venst það nú ágætlega, sem er reyndar ekki mikill kostur í svona keppni þar sem "first impression" er aðal málið.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim