þriðjudagur, maí 11, 2004

Loksins, loksins, loksins

Í dag kemur út ný plata frá hljómsveitinni Daysleeper og er hún samnefnd sveitinni. Daysleeper sendi sína fyrstu frá sér haustið 2002 við afar góðar viðtökur plötukaupenda en platan seldist í um 3 þúsund eintökum. Þessi nýi gripur var tekin upp undir öruggri stjórn Sölva Blöndal úr Quarashi og stóðu upptökur yfir allt frá sl. sumri fram í mars á þessu ári, með hléum þó. Platan inniheldur 11 ný lög eftir meðlimi Daysleeper og herma kunnugir að hér sé á ferð stórgóð plata sem tekur þeirri fyrri fram svo eftir er tekið. Meðal helstu laga plötunnar má nefna Looking to Climb, Face Down Alive, Happy?, Unattended og You and I sem sum hver hafa þegar notið vinsælda á öldum ljósvakans.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim