fimmtudagur, maí 06, 2004

Jagúar, mótmæli og endalaus tár

Mín skellti sér líkast til á tónleikana með Jagúar í gærkvöldi. Fór með Sólveigu og Unni og við skemmtum okkur sko konunglega. Sammála um það að við vildum kaupa plötuna NÚNA, en ekki um JÓLIN eins og við verðum sennilega að sætta okkur við. Þessi hljómsveit er náttúrulega ekkert nema snilldin ein, ótrúlega skemmtileg og engin smá fílingur í hljómsveitarmeðlimunum. Allir að kaupa diskinn með þeim og þeir sem ætla ekki að hanga yfir imbanum í kvöld ættu að skella sér á seinni tónleikana með þeim sem eru á Gauk á Stöng í kvöld.

Langar líka að minna á mótmælin við fjölmiðlafrumvarpinu kl. 17 í dag, allir að mæta þangað.

Síðasti þátturinn af Sex in the city er svo í kvöld. Ég er bæði ótrúlega spennt yfir því að sjá hvernig hann endar og líka ótrúlega skúffuð yfir því að þessi frábæra þáttaröð sé á enda komin. Allir sem eru inni í þessu verða eflaust með skæluklútinn fyrir framan kassann í kvöld, enda stefnir í ROSALEGAN þátt. Svarthamrafrúin ætlar sennilega að kíkja til mín og horfa á þessar sorglegu en jafnframt spennandi lokamínútur. Allir að horfa í kvöld...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim