Frábær helgi...
Já það er komið svolítið langt síðan ég setti eitthvað hérna inn. En til að gleðja ykkur öll þá átti ég FRÁBÆRA helgi. Hún byrjaði að sjálfsögðu á fimmtudagskvöldinu með ofur-fínum þætti af Sex and the city, ég vil því nota tækifærið hérna og taka allt neikvætt til baka sem ég hef sagt um framvindu þáttanna. Mr. Big er bara komin aftur inn í myndina og hetjunni okkar dauðleiðist í París, ...well who wouldn´t með þessum leiðinlega karli!! Spennan sem er í loftinu fyrir síðasta þáttinn er því ótrúlega mikil.
Á föstudaginn var svo vaknað í vinnuna eins seint og mögulegt var, eins og venjulega. Ég fór svo í Laugar í hádeginu og tók vel á því. Við hjónaleysin afrekuðum það svo seinnipartinn að læsa okkur úti. Ég auðvitað reddaði málunum og tróð mér inn um minnsta gluggann sem einhver hefur nokkurn tímann troðið sér inn um. Ég held að æfingin í hádeginu hafi gert gæfumuninn :o) Við fórum svo út að borða á Hereford í tilefni af skjótum frama stráksins á atvinnumarkaðnum. Þar, reyndar eins og alls staðar annars staðar þessa dagana, fengum við ekkert rosa góða þjónustu. Maturinn var samt mjög fínn og við fengum fullt fínt að drekka í staðin fyrir þjónustuleysið ...það féll í mjög góðan jarðveg!! Svo eftir matinn skunduðum við niður á Thorvaldsen, vorum þar í smá stund og fórum svo heim.
Á laugardaginn sváfum við út. Tókum okkur til, fórum í búðina og svo var keyrt í sumarbússtað í Húsafelli. Ragga, Hörður og krakkarnir voru búin að bjóða okkur að heimsækja sig. Þar var eldaður rosa góður matur, mikið spjallað og haft gaman. Við komum svo við á Mótel Venus á leiðinni til baka á sunnudaginn og fengum okkur pítsu. ...frekar skrítin upplifun að koma þar inn.
Á sunnudaginn var svo skvísuhittingur á Brennzlunni. Ég, Erla, Guðný Ebba, Hugrún, Auður og Steinunn hittumst og ræddum hin ýmsu merkilegu málefni. Það var mikið spjallað og hinar ýmsu ákvarðanir teknar. Ég get sagt það með stolti í hjarta að þessi hópur á eftir að leggja heiminn að fótum sér. Hvort sem það verður á tónlistarsviðinu eða á blakvellinum. Og stelpur núna er málið að drífa sig að redda sér hljóðfærum... Ég er sennilega búin að redda bassa og bassamagnara. Ég kom frekar seint heim, hás því ég var búin að hlæja svo mikið og sofnaði með brosa á vör, ótrúlega spennt yfir því sem koma skal.
Í tilefni af hittingnum í gær þá ætla ég að enda þetta með því að lista hérna upp 5 uppáhaldskaffihúsin mín.
no. 1 Súfistinn
Algerlega uppáhaldið mitt þessa dagana. Latte-ið borið fram í risastórum bollum, reyklaust og alltaf eitthvað skemmtilegt hægt að lesa
no. 2 Kaffibrennslan
Skemmtileg tónlist og góður matur. Líka ótrúlega dimm horn ef maður ætlar að láta fara vel um sig. Skrítið og skemmtilegt fólk sem hægt er að virða fyrir sér.
no. 3 Kaffi-tár í Kringlunni
Bera fram Ásdísar-kaffi, sem er svaka gott, og æðislegar beyglur með rjómaosti. Uhmmmm....
no. 4 Hressingarskálinn
Nýtt og fínt, ágætis matur og frekar trendý.
no. 5 Kaffi París
Ekkert rosa trendý en stendur alltaf fyrir sínu. Alltaf ágætis þjónusta og frábært að sitja þar úti á heitum sumardögum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim