Pólitík, pólitík, pólitík
Jæja öll, auk þess sem ég er komin í hljómsveit og blaklið þá ætla ég núna formlega að gefa kost á mér sem formanns Sjálfstæðis-hatara-flokksins. Guð hvað ég fæ alveg niðurgang og ælupest og grænar bólur á rassgatið allt í einu þegar ég þarf að horfa upp á þessa bjána í leikskólabandi eftir foringjanum, eins og Sigmund teiknaði svo fallega í Mogganum. Fór t.d. í ræktina í gær og þar voru þeir tveir aðal-fávitarnir að rífa sig í imbanum. Björn Bjarnason var hjá Sigmundi Erni á Skjá einum og í Íslandi í dag var Hannes Hólmsteinn að rífast við Sigurð G. Guðjónsson um fjölmiðlafrumvarpið. Ég virkilega reyndi að hlusta á hvað þeir höfðu að segja en þessi dóni hann Hannes hann var alltaf að grípa framí og var bara alveg svakalega dónalegur, eins og hann er reyndar alltaf. Ég held að það sé enginn maður á jarðríki sem fer eins mikið í taugarnar á mér eins og hann. Ég t.d. væri alveg til í að læra stjórnmálafræði en af því hann er að kenna við deildina þá dettur mér ekki í hug að skrá mig.
Ef strákurinn minn myndi einhvern tímann skila mér aftur í sveitina og maður yrði aftur á markaðnum þá myndi pikk-öpp línan mín vera "Ertu nokkuð í sjálfstæðisflokknum?" Arrrgggggg...
Nýjasta fréttin er svo að bankarnir séu að græða milljón á klukkutímann sem fer náttúrulega beint úr okkar vasa. Af hverju reyna stjórnvöld ekki að gera eitthvað í því frekar en að elta fólk eins og Jón Ásgeir sem er að græða örugglega mun minna en banka-glæpamennirnir?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim