þriðjudagur, júní 01, 2004

H-vaðinn minn og helgin

Það er alveg merkilegt hvað maður getur allt í einu hætt að hafa áhuga og vilja til að takast á við verkefni líðandi stundar ef maður veit að það er eitthvað meira spennandi á næstu grösum. Ég er t.d. löngu byrjuð að feta menntaveginn í huganum og hætt að hafa eins mikla ánægju af að kaupa inn nærbuxur í hundraðavís. Mér fannst það rosa gaman áður, velja prent, blúndur, snið og liti en núna, eftir að ég tók þessa merkilegu ákvörðun, þá er það ekki eins skemmtilegt lengur. Meira svona eitthvað sem ég þarf að klára svo skemmtilegri verkefni geti tekið við. Ég er svo sannfærð um að skólalífið eigi eftir að eiga vel við mig að ég get varla beðið eftir að byrja á þessu öllu.

Helgi var rosa fín. Við eyddum henni í sumarbússtað á Flúðum þar sem mikið var etið, slappað af og svamlað í pottinum. Á sunnudaginn komu svo góðir gestir, Árni Þóroddur, Binni og Tobba kíktu til okkar og saman skelltum við okkur á ball á Útlaganum með Rúna Júl. Ofur mikið stuð þar sem skeggjaður gaur í reiðbuxum stal senunni.

Mig langar ofsalega mikið til að hitta H-vaða meðlimi bráðlega. Er hálfpartinn farin að sakna skvísanna minna og félaga í bandinu. Við þurfum líka að fara yfir reglur, innvígsluskilyrði, búninga ofl. í þeim dúr fyrir blakliðið. Hvað segið þið með hitting í vikunni?

En jæja, það þýðir víst ekkert að vera endalaust á netinu í vinnunni, ekki fær maður víst borgað fyrir það. Allskyns skemmtileg verkefni bíða mín t.d. stefnumótun, sundföt og verðkannanir. Gaman, gaman, gaman...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim