föstudagur, júní 04, 2004

Cosmo, Thai og Hressó

Ég er búin að taka hin ýmsu próf á cosmopolitan.com í dag, t.d. Are you good in bed og How seductive are you. Báðar niðurstöðurnar komu mér nú ekkert ofsalega á óvart enda er ég afskaplega sannfærð um eigið ágæti. Rakst á sex snilldar punkta sem á að forðast að segja í rúminu og hérna koma þeir. Ykkur til yndis og ánægju:


6 Phrases to Avoid in the Sack
Better to duct-tape your mouth shut than utter these anything-but-sexy sentences.
“Ohh, it’s so cute!”
“Wait, you didn’t know I was faking it?”
“Avoid the left side of the mattress. My dog peed there last night.”
“Sooo…what are your thoughts on children?”
“Want to try this move I used to do with my ex?”
“I can’t do that position tonight. I had tacos for dinner.”

Cosmo klikkar ekki. Ég mæli svo auðvitað með Sex tips from guys svona fyrir helgina, alltaf hægt að pikka upp ný "move" þar. Vantar eiginlega kafla fyrir strákana þarna inn sem mætti heita Sex tips from girls.

Kíkti í Svarthamrana í hádeginu í dag og tók með mér snilldar Thailenskan mat frá Thai-matstofunni hérna í Skeifunni. Ef þið hafið ekki borða þar þá mæli ég með því að þið kíkið og prófið. Skrópaði þar af leiðandi í ræktinni, sem er ekki gott. Ætla að vera rosa dugleg í næstu viku.

Hitti svo H-vaða félagana í gær á Hressó. Við fengum okkur að borða, spjölluðum helling og hlustuðum pínu á Búðarbandið sem var að spila. Þær skvísur voru að vanda afspyrnu hressar og skemmtilegar og var mikið planað í sambandi við bandið og blakið. Spurning um að fara að grenslast fyrir um bókun á tíma í íþróttahúsi og fara í það fyrir alvöru að redda sér hljóðfærum. Stefnan allavegana sett á það að byrja bæði projectin með krafti í haust.

Planið um helgina er enn frekar óljóst. Spurning að skella sér á Selfoss á morgun með mömmu og krökkunum í heimsókn til ömmu gömlu. Allt of langt síðan maður hefur farið og litið á hana. Ætlaði nú líka að reyna að plana einhvern hitting með Svarthamrafamilyunni, allt of langt síðan við höfum hitt þau. Spurning um lunch/brunch á sunnudaginn.

1 Ummæli:

Blogger lkristin sagði...

Loksins commentið komið í lag

11:37 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim