þriðjudagur, júlí 27, 2004

Ferðalagið allt saman

Jæja dúllurnar mínar þá er maður loksins komin heim.  Ferðalagið var algert æði, skemmtum okkur rosa vel en það er alltaf jafn gott að koma heim til sín. Sofa í sínu rúmi og fara í langa sturtu og svona.

Hong Kong ferðin endaði nú ekki vel. Síðasta daginn okkar Herdísar þarna úti þá ætluðum við sko líkast til að versla okkur smá. Búina að sjá Puma skó, sem eru fáránlega ódýrri þarna, sem ég ætlaði að kaupa mér og svo ætluðum við að kíkja á einn markað þarna. En á föstudagsmorgninum var komin Fellibyls-viðvörun og það opnuðu engar búðir þennan dag og alls engir markaðir. Við þurftum því bara að hanga inni á hóteli og horfa á TV allan daginn, sem var ekkert ofsa skemmtilegt. Flugið var svo bara fínt, miklu skárra en á leiðini út. Fengum þessi fínu exit sæti sem er miklu betra að sofa í. 

Ég hékk svo á Heathrow með Herdísi á hinum ýmsu kaffihúsum frá 6 um morguninn þegar við lentum og fram yfir hádegi þegar Indriði kom. Mega fína hótelið okkar var svo á endanum ekkert mega fínt. Mæli ekkert sérstaklega með því nema staðsetningarlega séð. Vorum í 5 daga í London og skoðuðum allt sem hægt var að skoða nánast. Fórum meira að segja í Dýragarðinn og allt.

Á fimmtudaginn fórum við svo með rútu til Oxford þar sem Stína vinkona hitti okkur. Við vorum hjá henni og Sissa í Biester í 4 daga í mjög góðu yfirlæti. Æðislega gaman að hitta þau: Takk kærlega fyrir okkur. Við fórum út um allt, í bíltúr um suður England með viðkomu í Bath og fleiri góðum borgum og bæjum. Enska sveitin er alveg hrykalega flott. Skoðuðum svo Oxford hátt og lágt og versluðum smá í Biester village.  Það voru ófári pöbbar heimsóttir og skólar, skólarnir eiga víst nánast allt í Oxford.

Planið fyrir helgina er alls óljóst. Ekkert búið að plana aldrei þessu vant.  Ætli maður endi ekki á Sauðárkróki eða í útilegu einhversstaðar. Vitið þið um skemmtilega staði til að fara á sem eru ekki of langt í burtu? Maður verður alltaf minna og minna stressaður fyrir þessar verslunarmannahelgar eftir því sem maður eldist. 

Ég er búin að skrá mig í tvö undirbúningsnámskeið sem byrja 18. Ágúst og eru í tvær vikur. Á því bara eftir að vinna í tæpar 2 vikur hérna hjá Hagkaup. Hlakka ótrúlega mikið til að byrja í háskólanum og setjast á skólabekk. Alveg viss um að það á eftir að verða svakalega skemmtilegt hjá mér.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim