sunnudagur, ágúst 22, 2004

Days of our lifes...


Það er annsi margt búið að hvíla á mér þessa dagana. Ofsalega margt sem ég er búin að vera að velta fyrir mér. Margt sem ég ætla ekki að fara út í hérna og svo er það það sem ég ætlaði að vera fyrir löngu búin að tjá mig um og það er þjónusta hérna á þessu blessaða skeri okkar. Ég er búin að vera á annsi miklu flakki síðan um áramót og hef því viðmið frá nokkrum löndum og þar sem þjónusta er mikið áhugamál hjá mér þá hef ég sérstaklega tekið eftir öllu sem því viðkemur. Hérna á Íslandi þá er hugsunargangurinn allur öfugur þegar viðkemur þjónustu. Alls staðar annarsstaðar þar sem ég hef komið þá er fólk með það á hreinu um hvað málið snýst. Málið með verslun og þjónustu er að sjálfsögðu það að viðskiptavinurinn kemur til að eyða peningum, mis miklum að sjálfsögðu, og þjónustufólkið á að veita því þá þjónustu sem gert er ráð fyrir. Því á endanum er það auðvitað viðskiptavinurinn sem er að borga þjónustufólkinu laun og þjónustufólkið á að vera þakklátt fyrir að hafa einhverja viðskiptavini. Hérna hjá okkur er því öðruvísi farið. Þegar viðskiptavinurinn labbar inn í þjónustufyrirtæki þá skal hann vera þakklátur fyrir að fá að versla þarna og fá einhverja þjónustu. Í Hong Kong labbaði ég inní bæði Prada, Gucci og fleiri hátískubúðir, keypti auðvitað ekki neitt en samt var brosað til mín, mér boðin góðan dag og aðstoð og mér þakkað fyrir komuna með brosi þegar ég fór. Hérna heima getur maður getur varla labbað inn í 17 eða Vero Moda án þess að það sé einhver 17 ára sem lítur á mann eins og hann sé yfir mann hafin. Og það er eins og allir séu meðvitaðir um þetta og engin reynir að gera eitthvað í því að breyta þessu. Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér þá er það þegar ég fæ lélega þjónustu. Þessu til staðfestingar þá ætla ég hérna að lista upp 5 þá staði þar sem ég hef fengið hvað versta þjónustu:
1. Eldsmiðjan
2. Kaffi Milano
3. Rossopomodoro
4. Sautján
5. Pizza Hut
Alls ekki fara inn á þessi kaffihús / veitingastaði og alls ekki reyna að skila einhverju í 17.

Annars eru allir í einhverjum blogg-dvala þessa dagana. Engin að skrifa eitthvað skemmtilegt. H-vaða skvísurnar eru búnar að vera í hálfgerðu verkfalli og rosa margir sem eru inni á daglega blogg-rúntinum eru í fríi eða bara hættir að blogga, eins og ástkær litlu systkyni mín. Farið nú að dusta rykið af lyklaborðunum og skrifið eitthvað skemmtilegt.

Við fórum svo á menningarnótt á laugardaginn. Tókum því bara rólega framan af degi og fórum ekki út fyrr en um kvöldið. Fórum og náðum í Tobbu og Binna og fórum með þeim niður á Austur Indíafélagið og borðuðum þar. Æðislegur matur þar og góð þjónusta eins og alltaf svo ég tali nú ekki um félagsskapinn. Takk æðislega fyrir kvöldið!! Svo fórum við niður á hafnarbakka og rétt náðum að heyra í Brimkló og svo kom náttúrulega EGO á sviðið eftir þeim. Þeir voru GEGGJAÐIR, þvílíkt stuð og allir að fíla tónlistina í botn. Við vorum svo komin heim eitthvað um 3 leitið.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim