mánudagur, september 20, 2004

Lífið og tilveran

Jæja það gengur ekkert annað en að halda þessu áfram hérna, hlusta á þessar mótmælaraddir og fara að skrifa eitthvað hérna. Er farin að lengja svolítið eftir fundi með H-vaða skvísunum. Hvernig er þetta stelpur, er fundur í vikunni?

Það atriði sem ég er búin að velta hvað mest fyrir mér núna þessa dagana eru innflytjendur og mál þeirra. Þessi áhugi minn kviknaði þegar einn kennarinn minn talaði um þetta í tíma um daginn og svo var ég áðan að hlusta á einn skrítnasta mann sem ég hef nokkkurn tímann hlustað á í útvarpi. Skoðanir hans á innflytjendum voru svo róttækar að ég slökkti á einum parti á útvarpinu í hneykslun minni. Adolf Hitler hefði getað verið upprisinn úr sinni gröf og komin í Reykjavík síðdegis, svo skrítnar voru skoðanir þessa manns. Hann var t.d. að tala um það að það ætti sko ekki að leyfa múslimum að setja upp mosku á Íslandi. Það væri sko bara fáránlegt og að íslendingar hefðu sína trú og sú trú yrði bara að duga þessu fólki. Einnig hafði hann mjög áhugaverðar skoðanir á atvinnumálum innflytjenda, sem væru kannski ekki beint taldar samræmast nútímanum.

Kveikjan að þessum áhuga mínum var s.s. þegar kennarinn minn sagði að viðhorf margra íslendinga til búsetuflutninga væri það að við ættum að hafa frelsi til að flytja og fara hvert sem við vildum en útlendingar ættu að hafa frelsi til að fara aftur heim til sín. Rótina að þessum hugsanagangi sagði hann að mætti rekja til gamla bændasamfélagsins þegar stórbændurnir réðu öllu í íslensku samfélagi og vinnuhjúin voru í stöðu innflytjenda dagsins í dag. Stórbændurnir máttu gera það sem þeir vildu en vinnuhjúin voru bundin af vistarbandinu og lögum og reglum um giftingar og barneignir. Mér fannst þetta mjög athyglisvert og er bara ekki frá því að þetta gæti verið satt.


Svona af þessu daglega þá er búið að vera brjálað að gera hjá okkur skötuhjúunum. Um síðustu helgi var tengdó hérna að hjálpa okkur að byggja pall fyrir framan húsið og ég þurfti að mæta í skólann á laugardaginn. Við fórum svo öll saman á Hárið á laugardaginn, það var alveg ágætt, flottara en ég var búin að gera ráð fyrir. Ég er svo búin að vera eitthvað að rembast við að læra, gengur svona upp og ofan. Flestir kúrsarnir sem ég er í eru mjög skemmtilegir og auðskiljanlegir, allir fyrir utan stærðfræðina. Hún er frekar mikið erfið. Brúðkaupið hjá Herði og Röggu var æðislegt, athöfnin alveg ótrúlega falleg og veislan mjög flott.
Elsku Ragga og Hörður, Innilega til hamingju með daginn
En jæja, þetta er orðið svo langt hjá mér að ég efast um að nokkur maður nenni að lesa þetta allt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim