sunnudagur, september 05, 2004

Bloggstífla

Ég þjáist af bloggstíflu á háu stigi. Eina sem ég get mögulega skrifað um er mitt daglega líf ...en það er ekkert skemmtilegt. Ég gæti líka skrifað um allt sem fer í taugarnar á mér, sem er annsi margt þessa dagana, en það er heldur ekkert skemmtilegt. Ég ætla því að bíða með að tjá mig hérna þangað til ég hef fundið mér eitthvað áhugavert til að skrifa um. Stóla á að áframhaldandi nám skili mér einhverju góðu efni.

Svona stutt samt af þessu daglega þá er ég byrjuð í skólanum, allt komið strax á fullt þar. Fór norður í réttirnar um helgina, dró nokkrar kindur og skellti mér á réttarball. Hitti Stínu vinkonu sem var í mega stuði eins og venjulega. Er að fara í brúðkaup næstu helgi og að fara að smíða pall þarnæstu helgi.

Ef einhver veit um góðan flísalagningarmann þá má hann skilja eftir nafn og símanúmer í commentakerfinu.

Ef einhvern langar í kettling þá er einn í sveitinni heima hjá mér sem þarf að fá heimili. Hann er snjóhvítur nema með smá v-laga gráan blett á hausnum. Alger pempía, labbar ekki í bleitu og svona, alveg tilvalin inniköttur, og hann vantar eitthvað gott heimili.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim