Gangur lífsins...
Já núna er lífið loksins aftur að komast í samt lag. Hveitibrauðsdagarnir á enda og allt að falla aftur í ljúfan löð. Indriði byrjaði aftur að vinna á mánudaginn og ég er bara að bíða eftir að skólinn byrji og að sinna þessum helstu húsmóðurstörfum sem liggja fyrir. Þvoði held ég t.d. 5 þvottavélar á mánudaginn og dundaði mér hérna heima þess á milli. Er alveg að fíla mig vel í frúarhlutverkinu, fer mér ágætlega að ráða mér sjálfri og sinna svona því sem mér dettur í hug. Fer nú samt á morgun að huga að því að byrja að kaupa mér bækur og kannski auglýsa mínar gömlu til sölu. Ætla helst að reyna að losna við þær allar á einu bretti þannig að ef þið þekkið einhvern sem er að byrja í hagfræði og þarf bækur þá segið þeim að hafa samband við mig. Þarf líka voðalega mikið að kíkja aðeins á Súfistann og líta á einhverjar stílabækur og kannski smá í Cosmo. Vantar einhvern félagsskap á morgun?
Er samt hálf fengin að lífið er komið aftur í samt lag. Þá getur maður farið að lifa aðeins heilsusamlegra lífi aftur. Farið að drekka aðeins minna af bjór og byrjað að borða hollari mat. Fékk mér t.d. í fyrsta skipti í langan tíma boozt í morgun og heppnaðist það svo ágætlega hjá mér að hérna er uppskriftin:
1 dós hrein jógúrt
frosin hindber
jarðarber
vínber
2 bréf grænt te duft
hörfræ
klakar
(...þið megið búast við miklu fleiri uppskriftum hérna inn í framtíðinni fyrst ég er orðin ráðsett frú og svona...)
Ég s.s. stefni að því að fara að hætta öllu sukki og svínaríi og fara að hugsa betur um líkama og sál og er þetta einn liðurinn í því. Er líka að hugsa um að fara að kaupa mér kort í Sporthúsinu, svona þegar hlaupin á Iðnó minnka.
Annað sem er að fara að breytast er að sjónvarpsdagskráin er öll að fara aftur í gang. Það eina sem ég er búin að fylgjast með í sumar eru húsmæðurnar á Rúv. Svo er maður reyndar búin að sjá einn og einn þátt af Biggest looser og svona leiðindum sem maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta yfir. Nú verður s.s. breyting á og geggjaðir þættir eins og O.C., Americas next top model og fleiri snilldarþættir eru að fara að taka yfir skjáinn. Ég horfði t.d. á O.C. í gær og varð ekki fyrir vonbrigðum. Snilldar froða út í eitt. Ég get bara varla beðið eftir að A.N.T.M byrji, það er alveg uppáhaldið hjá mér. Mig langar líka að benda ykkur á að vinur minn hann Reynir er farin að vinna í Kvöldþættinum á Sirkus og gerir hann það bara vel. Allir að kíkja á strákinn, hann er sko upprennandi sjónvarpshetja.
Annars er pían að fara til Köben eftir örfáa daga, nánar tiltekið frá 13. - 16. Sept. Vantar aðeins að sjoppa smá fyrir skólann og svona. Verður örugglega geggjað gaman. Og svo erum við strákurinn að fara að byrja að plana reisuna miklu almennilega... Hlakka rosa til.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim