Góðu fréttirnar fyrst...
Góðu fréttir dagsins eru þær að ég er byrjuð að lesa þjóðhagfræðina og ég var að koma úr ræktinni. Vondu fréttir dagsins eru þær að ég er eiginlega ekki búin að gera neitt annað í dag. Held jafnvel að ég sé að verða veik, sem eru ekkert ofsalega góðar fréttir heldur.
Ég er með geggjaða stundatöflu þessa önnina, er alltaf á morgnanna í skólanum sem fer mér betur en að vera í skólanum seinnipartinn. Áfangarnir leggjast líka ágætlega í mig nema Tölfræði II, sem á að vera algert helvíti, en þegar maður er proffi.is eins og ég og fékk 8 í Tölfræði I þá vonandi hefst þetta ;o) ...nei ég er ekki montin. Var í fyrsta tímanum í stærðfræði III í dag, og finnst bytheway ofur-töff að vera í einhverjum kúrsi sem heitir eitthvað númer III. Kennarinn í þessum áfanga er brjálæðislega fyndinn, sem er frekar skrítið fyrir stærðfræðikennara. Ég átti bágt með mig allan tímann, endalausir taktar í karlinum, skellandi saman klossunum og segjandi brandara í gríð og erg. Þetta stefnir í fínan vetur allavegana í þessu fagi.
Svo er rosa busy helgi framundan, Guðrún systir að koma, við hagfræðistelpurnar ætlum að kíkja á nýnema-bjórkvöldið hjá Ökonomíu og svo er Ragga að halda upp á afmælið sitt á laugardaginn. Þetta verður s.s. frekar "blaut" helgi, eins og margar aðrar svo sem. Svo eftir helgina er "Sjöben" á dagskránni. Við ætlum að hafa upphitunarkvöld á mánudaginn á Tjörninni. Bryns ætlar að bjóða okkur út að borða og við ætlum að ákveða hin ýmsu themu, t.d. er búið að ákveða að það verður keppt um titilinn "Kokteildrottningin" og svo verða örugglega fleiri spennandi titlar í boði. Þetta verður s.s. allt ákveðið á mánudagskveldið.
Svo er skipulagning fyrir heimsreisuna miklu komin á fullt skrið. Erum nokkurnveginn búin að ákveða lönd sem við ætlum að fara til og búin að vera að lesa ferðablogg á fullu. Stefni að því að setja upp linkasafn hér á kantinum fyrir ferðaþyrsta að skoða. Margt brjálæðislega fyndið eins og t.d. hjá Hermaur sem kom svo í ljós að er Bogi sem er víst frændi minn. Frekar fyndið.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim