Helgin, skólinn og borgin
Já lífið er heldur betur að komast í réttar skorður aftur eftir ævintýri sumarsins. Skólinn byrjarður, ég búin að kaupa mér kort í ræktina og næstum því allar bækurnar. Ragga og Hörður eru svo að koma í mat til okkar í kvöld og Guðrún systir ætlar að vera hjá mér um helgina. Hlakka MEGA mikið til að fá hana til mín. Jafnvel að maður dragi hana með sér á háskóladjamm...
Annars vorum við fyrir norðan í réttum um helgina. Alltaf voða gott að komast aðeins í sveitasæluna. Kíkti líka á réttarball þar sem var mega stuð og fullt af fólki sem ég hef ekki hitt í áraraðir. Stína var mætt með allt klanið með sér í trylltu stuði og tjúttuðum við fram á nótt. Hún er svo farin aftur út og maður sér hana sennilega ekkert aftur fyrr en um jólin eða bara eftir áramótin þegar við strákurinn förum í ferðalagið.
Hvernig finnst mönnum annars að Gísli Marteinn vilji vera borgarstjóri? Ég er búin að vera aðeins að melta þetta og veit satt besta að segja ekki alveg hvernig manni á að finnast þetta. Hann er allavegana ágætlega myndarlegur annað en margir sem hafa setið í þessum stóli. Ég hef nú alla tíð verið hallari vinstri hlið stjórnmálanna þannig að ég er ósjálfrátt frekar svekkt yfir því að R-lista-dæmið sé búið. Fannst það frekar töff. En núna hafa s.s. Sjálfstæðismenn meiri líkur á því að vinna borgina og þess vegna verður maður aðeins að spá í það hvern af þessum jólasveinum maður vill helst fá sem borgarstjóra. Ekki það að ég sé eitthvað mega vel sett hérna í Kópavogi með Gunnar Birgisson. Ætli það sé ekki flest betra en hann ...allavegana svona útlitslega séð.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim