Helgin og Hagkaup
Gátu þeir hjá Hagkaup ekki fundið einn ameríkana á Íslandi til að lesa þessar auglýsingar fyrir Ameríska daga. Mjög fyndið að hlusta á einhvern íslending að reyna að tala með amerískum hreim.
Er búin að liggja með ámusótt í allan dag og alls ekki búin að vera nógu hress. Er samt öll að koma til núna, búin að fá pítsu og leggja mig. Reynir og Katla komu til okkar í gær í mat og við skvísurnar skelltum okkur niður í bæ. Var voða gaman hjá okkur og við vorum ekki komnar heim fyrr en kl. 6. Vorum róleg á föstudaginn, borðuðum á Ban Thai sem var voða fínt og tókum okkur spólu. Tókum Hotel Rwanda sem er alveg ótrúlega góð. Algerlega mynd sem allir verða að sjá.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim