fimmtudagur, september 08, 2005

Tvennt ...eða kannski þrennt

Þau ykkar sem eruð búin að sjá nýja Séð og heyrt? Hvað finnst ykkur um berbrjósta gellurnar að þjóna í þessu PSP-partýi?
...mér persónulega finnst það OFUR hallærislegt og hefði aldrei dottið í hug að það væri einhver stelpa á Íslandi sem væru til í að þjóna berbrjósta. Reyndar er til allskonar hallærislegt lið ...I should know, kannast við nokkra. En aldrei hélt ég að fólk gæti orðið svona rosalega hallærislegt.

Langar einhvern að kaupa 99 árgerð af Golf sem er keyrður rúmlega 90.000 fyrir sanngjarnt verð? Já þið eruð að lesa rétt, gellan er að fara að selja gellu-tryllitækið og stefni að því ...já haldið ykkur fast ...að fara að ferðast um á rándýrum gulum kagga. Ekki alveg minn stíll. Verð að fara að gera all nokkrar lífstílsbreytingar í kjölfarið á því. Verð t.d. að kaupa mér skólatösku. Hef alltaf geymt bækurnar bara úti í bíl og haldið á þeim eins og ofurpæja... En það gengur víst ekki mikið lengur. Maður gæti lent í rigningu og allskyns veðrum á strætóinum og ekki vill maður eyðileggja allar bækur og glósur.

Í dag er ég búin að hlusta á Elliot Smith, Evu Cassidy og Emiliönnu Torrini. Allt eðal tónlistarmenn. Er búin að heyra mikið talað um bæði Smith og Cassidy en aldrei hlustað neitt á þau. Stefni að því að gera mikið meira af því í nálægri framtíð.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim