Orðfæri
Það er nú alveg merkilegt hvað sum skrítin orð geta allt í einu orðið voða mikið í tísku og alveg tröllriðið öllum fjölmiðlum. Munið þið til dæmis fyrir kosningarnar þegar "brautargengi" var aðal málið? Allt í einu var voða hipp og kúl að segja brautargengi og allir voru að slá um sig með því að bæta því inn í allar mögulegar og ómögulegar setningar. Sem betur fer dó það fljótlega eftir kosningarnar en einhvern veginn hef ég grun um að það eigi eftir að skjóta aftur upp kollinum núna fyrir prófkjörin. Meiri steikin...
Annað svona orð er "gríðarlega". Ég legg mig í líma við að segja ekki gríðarlega því mér finnst það svo ó-töff. En hvert sem maður lítur og í hvert skipti sem maður kveikir á útvarpi eða sjónvarpi þá er einhver að segja "gríðarlega" hitt og "gríðarlega" þetta. Og svo síðast en ekki síst er þetta spúsu / spúsa tal. Mér finnst það ekki flott. Eru engir fleiri komnir með leið á þessu en ég?
Annars er ég búin að vera í skólanum í allan dag fyrir utan svona klukkutíma sem ég skaust heim til mín í hádeginu, fékk mér að borða og lagði mig aðeins. Mikið var það ósköp ljúft. Ég sit s.s. hérna á Þjóðarbókhlöðunni og er að rembast við að lesa fjármálabókina mína. Gengur ekkert allt of vel og er bara komin á 4. kafla (...og við erum að sleppa kafla 2 og 3). En batnandi fólki er best að lifa og ég er að leggja mig fram við að bæta frammistöðu mína í lærdómsmálunum.
Fer ekki alveg að koma tími á reunion-kaffihúsaferð á næstunni. Er alveg orðin þyrst í smá slúður frá skvísunum. Spurning samt að leyfa Steinunni að komast heim frá útlöndum svo hún fái að vera með? How about it stelpur? Hvenær eruð þið lausar?
Engin að gleyma Americas next top model í kvöld...
Var svo að bæta inn link hjá Katrínu sem er með mér í hagfræðinni, endilega að kíkja á hvað hún er að segja skvísan...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim