sunnudagur, september 18, 2005

Klukk og Köben

Jæja ætli það sé ekki klukkið fyrst:

1. Ég er óendanlega löt að eðlisfari og finnst ekkert beta en að dunda mér við að gera ekki neitt daginn út og inn.

2. Ég er klofin persónuleiki. Annarsvegar er ég miðbæjarrotta og hinsvegar sveitavargur.

3. Ég er poppsjúk og finnst allt sem er salt voða gott.

4. Ég er mjög áhrifagjörn og hleyp mikið á eftir allskyns tískustraumum og myndi sjálfsagt gera meira af því ef ég ætti meiri peninga.

5. Ég er gift kona, ánægð og sátt við lífið og tilveruna, yfir mig ástfangin af manninum mínum og á leiðinni í heimsreisu ...júhú!!


Var annars líka að koma frá Köben þar sem atriði númer 4 var aðeins skoðað. Keypti mér fullt af fínum hlutum og þar á meðal hnött í gamalli og krúttlegri antíkbúð rétt hjá Laundromat. Verð að koma með söguna af Brynhildi sem fór með mér út og Friðrik Weisshappel, sjúklega fyndið og ótrúlega mikil Bibba eitthvað... Kemur seinna. Hittum hana Írisi sem býr á Gamel Kongevej og fengum að gista hjá henni. Þvílíkt gaman að kíkja aðeins með stelpunum, sjoppa fullt og drekka aðeins meira. Fundum þvílíkt góðan kokteilbar rétt hjá Strikinu sem heitir Peter Oxe´s vinkælder og var æðislegur. Bestu kokteilar sem ég hef á ævinni smakkað. Komst alveg að því að Köben fer mér frekar vel og ég er ennþá mega sleip í dönskunni. Spurning um að skella sér í skiptinám í CBS?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim