Karlrembingur
Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér þá eru það karlrembur. ...come on people það er 2005!! Það er nú samt svo slæmt að það leynast karlrembur alls staðar, meira að segja inna veggja Háskólans, og er ég svo ótrúlega óheppin að einn slíkur er að kenna mér þessa önnina. Mér fannst hann alveg fyndinn og skemmtilegur fyrst en núna er öldin önnur. Í síðasta tíma sló karlinn öll met, var endalaust að spyrja alla "brosmildu" strákana hvort þeir vissu hver lausnin væri en spurði okkur "syfjulegu" stelpurnar hvort við værum að skilja þetta. Allt sem hann sagði í tímanum mátt túlka sem stelpur=heimskar og strákar=klárir. Hann kom svo með ýmislegar aðrar óviðeigandi athugasemdir sem voru af sama sauðahúsi og þær fyrri. Á endanum ofbauð mér svo að ég gekk út, hreinlega gat ekki setið undir þessum sora lengur. Er svo búin að vera brjálæðislega pirruð út af þessu síðan.
Það er alls ekki líkt mér að spila mig sem eitthvað fórnarlamb og ég hef hreinlega alltaf gengið út frá því að konur hefðu sömu tækifæri og karlar. Kannski sumpart út af einfeldni í mér og sumpart út af reynsluleysi. En þetta er kannski raunveruleikinn sem blasir við manni þegar maður leggur út í eins stóra karlastétt og hagfræðin er? Kannski hefur maður ekki sömu forsendur og strákarnir, hreinlega af því að það vantar á mann tólið? En kannski verður maður bara að berjast gegn þessu á sínum forsendum, ekki láta svona gamla, úldna tippafílukalla fara í taugarnar á sér og sanna það að maður eigi fullt erindi hvort heldur maður sé karl eða kona.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim