miðvikudagur, september 07, 2005

Reminder

Bara svo þið gleymið því örugglega ekki þá er fyrsti þátturinn af Americas next top model á dagskrá Skjás Eins í kvöld kl. 20:00. Engin að missa af því.

Smá innslag: ég hefði aldrei trúað því hvað það er geggjað að eiga ipod. Hvað þá heldur ipod sem er 60GB og búið að hrúga ca. 40GB af tónlist inná. Í tilefni af því ætla ég að fara að deila því meira með ykkur hvað ég er að hlusta á hverju sinni. Núna er það t.d. Zero7, sem ég hlusta reyndar svolítið mikið á. Alltaf skemmtilegt. Annars er það búið að vera Al Green, Norah Jones, Megas, Bob Dylan, Coldplay og margt fleira skemmtilegt. Djöfull er nýja Coldplay platan góð...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim