laugardagur, október 15, 2005

Allt að gerast...

Já þið sem voruð ekki alveg með það á hreinu ættuð að vita það núna að það þarf ekki frekari sannana við. Það er hér með orðin alkunn staðreynd að ég á besta mannin í heiminum. Haldið þið ekki að pían hafi fengið þessa mega fínu TÖLVU í afmælisgjöf. Ég er að segja ykkur það hann er bestur i heimi.

Indriði ...best í heimi.

Fór á Árshátíð hjá Blakfélaginu H-vaða og má minna á mjög fínan pistil hjá Guðnýju Ebbu í tilefni af því. Partýið var s.s. haldið heima hjá Steinunni í slotinu hennar og Skúla. Ekkert smá fín íbúð sem þau eru búin að gera rosa mikið upp. Eðal-gengið var mætt, Erla, Guðný, Steinunn, Auður, Drífa, Sigríður og ég sjálf slúðruðum, borðuðum, drukkum og fórum í allskyns leiki langt fram eftir nóttu. Það sem var spilað var m.a. Partý-spilið, sem ég tapaði í með miklum stæl, og klassaleikurinn Ég hef aldrei. Takk kærlega fyrir kvöldið píur, þetta var magnað!! :o)

Ég er samt farin að hafa smá áhyggjur af mér og stefnunni hjá mér í fatamálum. Það rann nefninlega upp fyrir mér að undanfarið hef ég verið að kaupa rosa mikið bleikt og allt í einu er mjög stór hluti af fataskápnum mínum orðin frekar væminn. Og það sem meira er virðist það vera þannig að þessi klæðnaður er það sem ég teygi mig helst í þegar ég er að fara eitthvað. Það stefnir því í það að ég breytist í eina allsherjar bleika tyggjókúlu áður en um langt líður. Sem er mjög langt frá því að vera töff.

Tónlistin sem er búin að hljóma í eyrunum á mér undanfarið er helst:
Leaves - nýja platan sem ég fékk frá Röggu og Herði í afmælisgjöf - geggjuð!!!
Sigur rós - TAKK ...geggjuð líka
Svo fæ ég bara ekki nóg af Evu Cassidy og Songbird, finnst t.d. titillag plötunnar svo fallegt að mig langar helst að fara að gráta...
Er núna samt í einhverju meiriháttar nostalgíukasti að hlusta á The Doors ...the west is the best osfrv. Hlustaði líka um daginn svolítið á Deep Purple. Meira hvað maður spilaði þetta mikið þegar maður var á gelgjunni.

Næst á dagskrá er hagrannsóknapróf á mánudaginn og vinna í kvöld og á morgun.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim