miðvikudagur, október 05, 2005

Icemun

Já ég er komin í Icemun. Icemun stendur fyrir Iceland Model United Nations og á að líkja eftir Sameinuðu þjóðunum og er sett upp eins og þau. Þetta á að æfa mann í því að koma fram fyrir hönd "síns ríkis" á alþjóðavettvangi og þjálfa mann í alþjóðlegum samskiptum. Við erum að fara að vera með ráðstefnu í byrjun Nóvember og er allt komið á fullt í undirbúning fyrir hana. Er ofurspennt að byrja á þessu, þetta er alveg eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á, væri meira að segja til í að vinna hjá Sameinuðu þjóðunum í framtíðinni.

Ráðstefnan í Nóvember verður haldin um ástandið í Darfur í Súdan. Búin að vera aðeins að lesa mér til eins og td. hérna og hérna. Það sem við verðum aðallega að gera fyrir þetta er samt að skipuleggja ráðstefnuna sjálfa. Fá styrktaraðilla, gera kostnaðaráætlun og skipuleggja dagskrá og svoleiðis. Þátttaka í ráðstefnunni er öllum opin og mæli ég með því að allir sem hafi áhuga skrái sig og veri með. Þetta er víst voða gaman...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim