föstudagur, október 07, 2005

Spassa-Laufey

Ég á það til að taka rosaleg spassaköst og vara þau allavegana í heilan dag og stundum svo dögum skiptir. Oftast felast þessi köst mín í því að ég er endalaust að missa eitthvað eða mismæla mig eða eitthvað í þeim dúr. Nema um daginn þegar ég tók heilan dag í það að hrasa, já ég segi hrasa því einhvern veginn tókst mér alltaf að bjarga mér fyrir horn og detta ekki. Þetta kemur venjulega aldrei fyrir mig, ég er oftast frekar stöðug á fótunum, nema þennan eina dag þegar mér tókst að hrasa 5 sinnum. Meira að segja tvisvar sinnum í sömu tröppunni og í annað skiptið með þrjá diska í höndunum. (Verð nú að taka það fram að ég missti þá ekki og það sullaðist ekkert :o) Svo núna eru áverkarnir af þessum ótrúlega spassagangi í mér að koma í ljós, hvorki meira né minna en þrír risavaxnir marblettir. Tveir þeirra eru staðsettir á framhandleggnum á mér og sjást þegar ég er í stutterma. Sem er ekki nógu skemmtilegt því ég ætlaði að fara út um helgina og þarf því að vera í langerma, nema ég vilji líta út eins og fórnarlamb heimilisofbeldis.

Frú Spassi - ...bráðum afmælisbarn

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim