þriðjudagur, október 04, 2005

Gaman, gaman...


Já það er sko allt að gerast núna. Skólinn á fullu og verkefnavinna svoleiðis að drekkja manni þar. Bootcampið er svo að byrja 17. svo á ég bráðum afmæli og ætla að tríta mig eitthvað í tilefni af því. Planing fyrir ferðina er alveg á fullu og hafa glöggir lesendur tekið eftir fleiri hlekkjum á hérna á kantinum í tilefni af því.

Er farin að hlakka geggjað til að byrja í Bootcampinu, held að það verði þvílíkt skemmtilegt. Tókst samt að togna í skvassi í gær, ekki alveg nógu sniðugt, en vonandi verður það búið að lagast fyrir 17. En djöfull er skvass samt skemmtilegt, er alveg að fara í það aftur. Kann náttúrulega ekki neitt en ætla sko að fara að læra það betur.

Verð svo að benda fólki á snilldarleikrit sem Hilmir Snær er að leika í niðri í Iðnó. Hér er dómur sem segir allt sem segja þarf. Allir að drífa sig og panta miða og skella sér á þetta geggjaða stykki. Ekki nóg með það að hann vinni leiksigur í þessu stykki heldur er maðurinn náttúrulega brjálæðislega sexy og sætur. Þó hann sé í pilsi og með perlufesti allan tímann þá er hann samt mega flottur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim