sunnudagur, október 16, 2005

I love H.Í.

Já það er satt, ég elska skólann minn. Mér finnst svo gaman að vera í skóla, námið er skemmtilegt, stelpurnar voða skemmtilegar og háskólalífið fer mér afskaplega vel. Ég man þegar ég var að spá að taka háskóla með vinnu eða eitthvað í þeim dúr og ég er ekkert smá fegin að ég gerði það ekki. Þetta er einhvern veginn engu líkt. Kynnist fullt af nýju fólki, nemendum og kennurum, og lærir svo mikið af því að vera þáttakandi í þessu öllu saman.

Auðvitað er þetta líka erfitt, erfiðir kúrsar, mis-skemmtilegir nemendur og kennarar og fleira í þeim dúr. Svo maður tali nú ekki um hvað þetta er allt saman dýrt. Skólagjöld, bækur og tekjutapið á meðan ...fórnarkostnaðurinn maður ;o). Flestir krakkarnir sem eru með mér í bekk búa ennþá heima hjá mömmu og pabba eða í íbúðum sem þau eiga ef þau eru utan að landi. Sem væri voða mikill lúxus ef það væri í boði. Ég get allavegana huggað mig við það að þegar ég verð komin með gráðuna mína í hendurnar þá verður hún 100% mín eign og ég á hana alla ein, með Indriða að sjálfsögðu, hefði nú sennilega aldrei getað farið í skóla ef ekki hefði verið fyrir hann. Og auðvitað á ég fullt í hans prófi á móti.

Megin atriðið er samt að háskólalífið er frábært og ég ætla að halda því áfram þangað til ég er komin með ógeð. Ferðast út um alla heim og læra í öðrum löndum. Langar helst að ná mér í doktorspróf og vera í skóla þangað til ég er orðin 50 ára. Vera sprenglærð og ótrúlega mikill gúrú. Sérfræðingur í hagvaxtarfræðum, hljómar það ekki töff... :o)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim