laugardagur, október 22, 2005

Memory lane...


Já hún Kolla mín er búin að fjárfesta í skanna og er búin að vera að dunda sér við að skanna inn hinar ýmsu myndir síðan í gamla daga. Þessar myndir má finna hérna. Ég er búin að skemmta mér konunglega við að skoða þetta allt saman. Mikið hvað maður var stinnur og fínn eitthvað ...svona miðað við núna.

Er annars komin á fullt í Bootcampið, segi betur frá því síðar, og hef varla getað gengið alla þessa viku. Fór svo með Röggu og co í mest-súrealíska-partý sem ég hef farið í í gær. Enduðum s.s. á einhvern óskiljanlegan hátt í allir djamm-múnderingunni, gulllituðum hælum og allt, í OFUR-nördapartýi í Loftkastalanum þar sem var verið að keppa í EVE-online. Í alvörunni sko!!! Við vorum líka spurðar hvort við værum ekki að villast. Við vorum nánast einu stelpurnar, fyrir utan tvær sem litu út eins og strákar og höfðu ekki farið í bað mjög lengi. Annars voru þetta ennþá skítugri strákar í hljómsveitarbolum með sítthár í bland við aðra ofurnöda. Allt MEGA fyndið, enda vorum við í hláturskasti yfir því hvað í raun og veru værum það VIÐ sem værum frávikið í þessum hópi. Mjög gaman...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim