laugardagur, nóvember 12, 2005

Fjölmiðlar og fleira

Var að horfa á Silvíu Nótt endursýnda í gær og réð mér hreinlega ekki fyrir kæti. Þessi stelpa er náttúrulega bara brjálæðislega fyndin. Þegar hún var að rífast við Gillzenegger, kærastann sinn, og segja honum að hætta að kyssa strákana og fór svo á "rómantískt deit" með Páli Óskari sem var nú alveg toppurinn. Ég er eiginlega hálf svekkt að hafa ekki uppgötvað hana fyrr en núna. Annars hefði ég örugglega lagt mig frekar í líma við að sjá þáttinn hennar. En alveg eins og Silvía Nótt er frábær þá er hún Ragga Guðna í Ísland í bítið hræðileg. Greyið stelpan, hún kann bara ekkert á neitt og veit ekki neitt heldur. Ég veit ekki hvað oft ég hef fengið kjánahroll niður bakið á að þurfa að hlusta á hana og mis-gáfulegu commentin hennar. Svo verða þeir sem hún er að taka viðtal við svo vandræðalegir, skilja kannski ekki spurninguna eða eitthvað þaðan af verra og allt verður kjánalegt. Ég tek ofan fyrir Heimi Karlssyni að leggja út í að bera uppi heilan þátt einn, því ekki er hún að gera honum lífið auðveldara. Mest-vandræðalegast var samt innslagið hennar þegar hún fór til New York. Greyið. Það var svo hræðilegt að ég þurfti að slökkva á sjónvarpinu mér leið svo illa.

Er annars að fara í fönk-partý í kvöld hjá Sverri vini hans Indriða, og smá vini mínum líka. Hann á afmæli og allir verða að mæta í fönk-búning, sem er atriði sem búið er að valda mér ómældum heilabrotum. Hvað í ósköpunum er fönk-búningur fyrir stelpur?? Anyone!! Þegar ég bað um nánari útskýringu þá fékk ég svarið: James Brown. Sem hjálpaði mér frekar takmarkað. Leiðin lá samt sem áður niður í Kolaport og á Kílóamarkaðinn hjá Spútnik þar sem var splæst í forláta kjól sem verður "fönkí" í kvöld ...eða vonandi. Annars verður aðal-áherslan hjá mér bara að vera "hair-and-makeup".

Fór á Boot-camp útiæfingu í morgun sem var mjög gaman. Ég held að ég sé að verða hooked á þessu öllu saman. Mér langar allavegana ekki neitt til að kaupa mér kort í WC eftir þetta. Þetta var svona pínu eins fílingur og þegar maður var lítil og var úti í Eina krónu eða Yfir eða eitthvað þannig. Brjálað gaman. Ég er allavegana alveg búin að ákveða að þegar ég kem heim að utan í vor þá ætla ég að skrá mig í Boot-campið strax aftur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim