miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Ferðin mikla...

Vegna fjölda áskorana er hérna komið innlegg frá mér. Ástæðan fyrir döpru uppihaldi á þessari síðu er einfaldlega meiriháttar pirringur sem hefur setið um mig og sökum þess hef ég ekki haft neitt skemmtilegt að segja. En nú er öldin önnur, komin betri tíð með blóm í haga, eins og þeir segja þeir spöku og stelpan er komin á flug aftur. Ástæðan gott fólk er örugg vissa um það að ég er að fara í FERÐALAG í Janúar. Já þið lásuð rétt krakkar, það er búið að bóka flugmiðana í reisuna miklu!!! ...og ég er að fara.....

Ferðaplanið er sem hér segir:
5. janúar London - Frankfurt
6. janúar Frankfurt - Delhi Indlandi
16. janúar Delhi - Bangkok Thailandi
17. janúar Bangkok - Peking Kína
25. janúar Peking - Bangkok
1. mars Bangkok - Singapore Malasía
6. mars Singapore - Sydney Ástralía
10. mars Sidney - Aukland Nýja Sjáland
10. mars Aukland - Raratonga Cook Islands
21. mars Raratonga - Los Angeles USA
24. mars Los Angeles - Seattle USA
30. mars Seattle - New York USA
6. apríl New York - London

Hvernig líst ykkur á þetta? Ef þið voruð að spá í bilinu á milli 25. janúar og 1. mars þá er planið að fara "by land" um suðaustur Asíu á þessum tíma. Og þá helst skoða Kambodíu, Laos, Thailand og Víetnam. Ég er hreinlega að fara yfir um af spenningi yfir þessu öllu, þetta eiga eftir að verða ROSALEG ævintýri og eitthvað sem maður á eftir að lifa á alla ævina.

Annars er ég búin að vera svo rosalega busy að ég hef varla getað andað. Er loksins farin að sjá fyrir endan á því núna. IceMUN er búið og ég farin að vinna aðeins minna, sem er eins gott því prófin eru að koma... ég trúi ekki að sé að segja þetta. Mér finnst önnin hafa byrjað í gær og ég er ekki byrjuð að læra fyrir alvöru... alveg búin að vera í ruglinu. Þannig að það er ekki seinna vænna og byrja bara að nota tímann sem maður hefur til að læra allt þetta blessaða námsefni. Verst hvað það er auðvelt að gleyma sér í dagdrauma um ferðina okkar góðu... Hvernig líst ykkur á ferðaáætlunina?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim