mánudagur, apríl 14, 2008

Sushi og Edinborgarferðin


Ég er komin með sushi-blæti á mjög háu stigi. Ást mín á hráa fisknum hefur farið stig vaxandi og gerði óléttan ekkert nema að magna upp lystina. Ég gæti nánast borðað sushi í hvert mál á þessari stundu og þá er sko ekkert annað að gera en að læra að búa það til. Fór í gær og fjárfesti í bók um þessa merku iðju og svo morgun keypti ég mottur til að rúlla og ýmislegt annað sem er nauðsynlegt. Stefni að sushi-making helst sem allra fyrst. Verst að það sé ekki hægt að gera BA ritgerð um sushi, þá væri ég pottþétt byrjuð að skrifa. Annars er þetta allt að gerast, í þessum töluðu situr maður á bókhlöðunni góðu og er að byrja að setja sig í stellingar. Náttúrulega ekki hægt að byrja án þess að blogga pínu fyrst...

Það styttist alltaf og styttist í ferðina okkar til Edinborgar. Okkur er vægast sagt farið að hlakka til. Litla skottan komin með vegabréf og drög að innkaupalista komin í hugann. Árni Þóroddur ætlar svo líklega að fljúga frá London og hitta okkur og fá að gista hjá elsku Guðnýju líka. Mikið verður þetta skemmtilegt hjá okkur! Hlakka voða mikið til. Guðný er orðin svo rosalega sjóuð í því að taka á móti fólki, er búin að vera að kynna sér staðhætti og preppa sig í leiðsögumannshlutverkinu, smakka alla kokteilana og komast að því hver er bestur og svona. Bara tvær helgar og svo er maður kominn!

Ég er annars svo ýkt ýkt spennt yfir ameríkuferðinni. Er alltaf að sjá það meira og meira hvað það er mikil snilld að fara út núna. Fullkomin tímasetning.

5 Ummæli:

Blogger Guðný sagði...

ég hlakka líka aaalveg sjúkt til að sjá ykkur ! en við þurfum að fara að spá í herbergjaskipan:

stelpuherbergi og strákaherbergi?
eeeeeða, nei - við skellum bara árna á leddarann inní stofu, einhvernveginn þurfum við samt að plögga svefnpoka handa kvikindinu... hmmm...

4:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvert fóru allar myndirnar?
Við erum að skríða saman og lífið farið að snúast sinn vanagang, en þvílík pest... fer í flesusprautu næsta haust.
Kv. Mamma

5:02 e.h.  
Blogger Unknown sagði...

ég skal alveg taka að mér að vera sushi smakkari hjá þér.
maggamús

7:21 e.h.  
Blogger ********** sagði...

má ég mæla með ógeðslega dýra morgunverðarkaffihúsinu á viktoríugötu þegar þú ferð til edinborgar og svo verður þú að kyssa guðnýju frá mér

8:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

alltaf í fokki með þetta kommentakerfi...þetta er ég!hí

8:25 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim