fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Fyrstu dagarnir...


Já núna er dagur 2 búin hjá mér á þessu námskeiði. Fyrsti dagurinn var hryllingur, þá var verið að kenna algeran grunn og mjög erfitt að halda augunum opnum. Í dag hinsvegar var ég svo ofursnjöll að taka með mér kaffi í tímann og þá gekk þetta miklu betur. Fór meira að segja heim í hádeginu og náði mér í meira. Er alveg komin á það að ég á eftir að drekka MJÖG mikið kaffi í vetur. Þetta er allt samt frekar basic og ekki erfitt en mikill tími sem fer í þetta, alveg frá 8 - 5 Á á daginn og svo þarf maður að reikna heimadæmin fyrir næsta tíma. En þetta er víst ekkert miðað við það sem koma skal. Alveg eins gott að hita sig upp á þessu áður en alvaran hefst.

Er annars að fara á Rómeo og Júlíu í kvöld ásamt her manns. Sólveig og Hólmar ætla að koma og ná í okkur hérna á eftir og svo verður brennt niður í Borgarleikhús. Hlakka rosa mikið til að sjá þetta, Sunday Times gaf henni hún eftir allt 4 stjörnur.

Á föstudaginn er svo dinner með Svarthamra-verðandi-hjónunum. Hlakka rosa mikið til og er strax farin að leggja grunnin af hvað ég ætla að elda. Svo er auðvitað Menningarnótt á laugardaginn og ætli maður spóki sig ekki eitthvað þá. Jafnvel að maður kíki á ball á Iðnó...


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim