þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Nýtt líf

Jæja öll. Núna hefst nýr kafli í lífi skvísunnar. Engin meiri vinna, síðasti dagurinn minn var á föstudaginn, námskeiðin að byrja á morgun og svo skólinn á fullu 1.sept. Hlakka ofsa mikið til. Er búin að kaupa allar bækurnar og stílabækur og penna og svona. Alveg rosa tilbúin í þetta allt.

Föstudagurinn 13. er kannski óhappadagur fyrir suma en fyrir okkur Indriða er þetta happadagur. Föstudaginn 13. Desember 1999 skrifuðum við undir gagntilboð af íbúðinni okkar og svo núna föstudaginn 13. Ágúst gerðist svolítið líka sem þið sem þekkið mig vel vitið sennilega af.

Ég hitti svo H-vaða stelpurnar á laugardaginn, rosa gaman að hitta ykkur allar. Næsta mál á dagskrá hjá H-vaða er að bóka sal fyrir æfingarnar í vetur. Hver ætlaði aftur að sjá um það?

Litla dúllan hennar Kollu fékk svo nafn á sunnudaginn og heitir Rakel Gígja. Svona til gamans þá er hérna yfir merkingu nafnsins:
Rakel:
Nafn þetta er hebreskt biblíunafn sem merkir ær, - gimbur.
Gígja:
Nafn þetta ef skylt nafnorðinu "gígja" sem merkir hljóðfærið harpa auk þess sem það er skylt þýska nafnorðinu "Geige" sem merkir fiðla.
687 bera nafnið Rakel sem fyrsta nafn og 81 sem bera nafnið Gígja sem annað nafn.
Innilega til hamingju Kolla mín og Rakel Gígja.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim