þriðjudagur, apríl 15, 2008

Klúður - ný síða

Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir þá er bloggið búið að vera aðeins öðruvísi útlítandi síðustu daga en venjulega. Ég var að fikta eitthvað í stillingunum á blessuðu blogspotinu og tókst á einhvern undraverðan hátt að eyða út öllum linkum og stillingum og kommentakerfinu eins og það lagði sig. Snillingur! ...I know!

Í stað þess að fara í gagngerar endurbætur og lífgunartilraunir þá ætla ég að færa mig um set. Skella mér á nýtt blogg sem er auðveldara í umgengni en blogspotið. Er búin að vera að spá í þessu í þónokkurn tíma en aldrei haft almennilega ástæðu. Núna hef ég hana fyrst mér tókst að klúðra þessu svona.

Nýja síðan er laufeykristin.bloggar.is. Þið kíkið á það...

Með þessum orðum þá kveð ég hérna að sinni.
Bless bless elsku Blogger, samfylgdin hefur verið ljúf þessi 4 ár.

1 Ummæli:

Blogger تسويق 01016261727 sagði...

ازادير القاهرة الجديدة

10:36 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim