þriðjudagur, apríl 15, 2008

Klúður - ný síða

Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir þá er bloggið búið að vera aðeins öðruvísi útlítandi síðustu daga en venjulega. Ég var að fikta eitthvað í stillingunum á blessuðu blogspotinu og tókst á einhvern undraverðan hátt að eyða út öllum linkum og stillingum og kommentakerfinu eins og það lagði sig. Snillingur! ...I know!

Í stað þess að fara í gagngerar endurbætur og lífgunartilraunir þá ætla ég að færa mig um set. Skella mér á nýtt blogg sem er auðveldara í umgengni en blogspotið. Er búin að vera að spá í þessu í þónokkurn tíma en aldrei haft almennilega ástæðu. Núna hef ég hana fyrst mér tókst að klúðra þessu svona.

Nýja síðan er laufeykristin.bloggar.is. Þið kíkið á það...

Með þessum orðum þá kveð ég hérna að sinni.
Bless bless elsku Blogger, samfylgdin hefur verið ljúf þessi 4 ár.

mánudagur, apríl 14, 2008

Sushi og Edinborgarferðin


Ég er komin með sushi-blæti á mjög háu stigi. Ást mín á hráa fisknum hefur farið stig vaxandi og gerði óléttan ekkert nema að magna upp lystina. Ég gæti nánast borðað sushi í hvert mál á þessari stundu og þá er sko ekkert annað að gera en að læra að búa það til. Fór í gær og fjárfesti í bók um þessa merku iðju og svo morgun keypti ég mottur til að rúlla og ýmislegt annað sem er nauðsynlegt. Stefni að sushi-making helst sem allra fyrst. Verst að það sé ekki hægt að gera BA ritgerð um sushi, þá væri ég pottþétt byrjuð að skrifa. Annars er þetta allt að gerast, í þessum töluðu situr maður á bókhlöðunni góðu og er að byrja að setja sig í stellingar. Náttúrulega ekki hægt að byrja án þess að blogga pínu fyrst...

Það styttist alltaf og styttist í ferðina okkar til Edinborgar. Okkur er vægast sagt farið að hlakka til. Litla skottan komin með vegabréf og drög að innkaupalista komin í hugann. Árni Þóroddur ætlar svo líklega að fljúga frá London og hitta okkur og fá að gista hjá elsku Guðnýju líka. Mikið verður þetta skemmtilegt hjá okkur! Hlakka voða mikið til. Guðný er orðin svo rosalega sjóuð í því að taka á móti fólki, er búin að vera að kynna sér staðhætti og preppa sig í leiðsögumannshlutverkinu, smakka alla kokteilana og komast að því hver er bestur og svona. Bara tvær helgar og svo er maður kominn!

Ég er annars svo ýkt ýkt spennt yfir ameríkuferðinni. Er alltaf að sjá það meira og meira hvað það er mikil snilld að fara út núna. Fullkomin tímasetning.

föstudagur, apríl 11, 2008

Morgunútrásin

Ok ok...

No. 1
Mér finnst nýja lagið og myndbandið hjá Mercedes Club ekki vera að gera sig. Miðað við allar yfirlýsingarnar um að þetta yrði mest sexy myndband allara tíma þá varð ég fyrir vonbrigðum. Það skín líka svo rosalega í gegn hvað þetta er sponsað að það er hálf ósmekklegt. Þetta er næstum því eins og þegar Buttercup gerði myndbandið inni í Hagkaup í Smáralind.



No. 2
Hvað er eiginlega að gerast með þetta efnahagslíf? Seðlabankinn með hálfgerða heimsendaspá og Dabbi að fara hamförum í vaxtahækkunum. Algerlega ekki að leggja sig fram um að lenda hagkerfinu mjúklega. Því eins og hagfræðingurinn Calvo sagði þá er það ekki sveiflurnar sem er alvarlegastar heldur snögghemlun hagkerfisins. "It is not the speed that kills, it is the sudden stop"

Eeeeeeeen af því það er föstudagur og alveg að koma helgi og stuð og svona þá er hérna uppáhaldið mitt! Can´t touch this... Hammer time!! Djöfull var hann meðetta...

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Mér finnst...

Ein sem er með mér í mömmuklúbbnum benti okkur á Mér finnst á ÍNN sem er spjallþáttur með Björk Jakobs og Kolfinnu Baldvins. (...af hverju ætli hún sé kölluð Baldvinsdóttir? Heitir pabbi hennar ekki Jón Baldvin?) Ég er búin að vera að horfa á nokkra þætti á veftv-inu hjá visir.is og finnst þetta alveg rosalega skemmtilegt. Þær eru alveg svaka skemmtilegar þessar konur og fá oft mjög áhugaverðar konur til sín í spjall. Ég mæli með þessu.

miðvikudagur, apríl 09, 2008

Snjór!!!

Maður er ekki fyrr búin að ákveða að vorið sé komið þegar það fer að snjóa aftur. Það sem verra er er að ég gerði gott betur en að ákveða að vorið væri komið. Ég tók mig til og sjænaði svalirnar hjá mér og gerði þær sólar-friendly. Sópaði allt hátt og lágt, henti rusli og þvoði tauið af stólunum. (Ég byrjaði reyndar á því að taka jólaskrautið af svölunum, ehemmm) Akkúrat þegar ég var búin að raða öllu fínt og setja tauið aftur á stólana þá byrjar að snjóa. Týpískt.

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Letilíf

* Magnea er búin að fara í 5 mánaða skoðun. Hún var orðin 66 cm og 7,6 kg. Orðin þvílíkur bolti. Aðalstuðið þessa dagana er að halda í tásurnar á sér og helst reyna að stinga þeim upp í sig. Það hefur oft tekist.

* Er búin að komast að því að mömmuhlutverkið hefur gert mig að meiri feminista. Miklu meiri feminista. Fór meira að segja á fund hjá Feministafélaginu um daginn sem var heljarinnar stuð.

* Ég, Indriði og Magnea erum að fara til Edinborgar í heimsókn til Guðnýjar. Fljúgum út 1. Maí og aftur heim 4. Litla bollan er búin að sækja um vegabréf og allt. Stefnir á að verða mikill heimsborgari.

* Ritgerðarvinnan er aðeins komin af stað. Held reyndar að ég reyni að skipta um efni, finnst þetta sem ég var búin að velja ekki alveg nógu spennandi. Allavegana ekki nógu spennandi til að ég byrji á ritgerðinni, sem er verra.

* Finnst Samfylkingin vera að koma voða illa út úr stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Nett Framsóknar yfirbragð yfir gagnrýninni sem flokkurinn hefur fengið á sig síðustu daga bæði út af álvers- og einkaþotumálum. Spurning hvaða flokkur fer hættir sér næst í samstarfið með D.

* Það kviknaði í húsi hérna rétt hjá um daginn. Það fylltist hérna gatan af sjúkrabílum, löggubílum og slökkvubílum. Maður fékk nú nettan hjartslátt með skvísuna sofandi hérna á svölunum. Það tók sem betur fer stuttan tíma að slökkva eldinn.

* Erum búin að setja inn nýjar myndir á myndasíðuna