fimmtudagur, september 28, 2006

Kurt, Árni og Ómar


Núna þegar Rockstarið er búið eru allir farnir að sofa vel á nóttunni aftur. Magni komin heim í faðm fjölskyldunnar og fólk hætt að tala saman á kaffistofum bæjarins. Það var nú samt fleira gott sem fylgdi Supernova heldur en stóra tækifærið hans Magna. Ég er t.d. búin að enduruppgötva gamla nostalgíu tónlistina. Er búin að vera með Nirvana og Pearl Jam á hæsta styrk undanfarna daga á power-walkinu mínu á leiðinni í skólann. Mikið er þetta skemmtilegt allt saman, enda hef ég oftar en einu sinni virkilega þurft að taka á mínum stóra til að taka ekki undir með honum Cobain heitnum.

Heyrði fyndið hugtak um daginn sem ég hef ekki heyrt frekar lengi. Hugtakið var BORARALEG ÓHLÝÐNI. Og mér datt strax einn vinur minn í hug. Þessi strákur er núna í London að læra að vera sálfræðingur og heitir Árni Þóroddur. Hann er eini maðurinn sem ég hef heyrt nota þetta orð áður en ég heyrði það í tíma um daginn. Og fór næstum því að hlæja af tilhugsuninni um þennan ágæta dreng. Enda er hann með afbrigðum skemmtilegur og fyndinn og notar ótrúlega fyndin orð.

Fór í gönguna í fyrradag. Mótmælti og klappaði og fagnaði og var einn af dropunum í ánni hans Ómars Ragnarssonar. Og ég er ótrúlega stolt af því. Ég hef í raun og veru verið að mynda mér skoðun á þessu máli frekar lengi. Búin að sveiflast á milli skoðana, búin að skoða málið og er komin á niðurstöðu. Kannski eins og Ómar. Þetta er meiri vitleysan. Fannst ótrúlega gaman að hlusta á alla sem töluðu á Austurvelli og fannst sérstaklega góð ræðan hjá prestinum, fannst hún frábær. Það er í raun og veru fáránlegt að ríkisstjórnin sé að leggja svona stóra framkvæmd á hagkerfið okkar, sem var ofþanið fyrir. Gott og gilt að framleiða umhverfisvæna orku, ég vil það mikið frekar en kjarnorkuver eða eitthvað í þá áttina. En að búa til svona stóra stíflu, svona stórt lón, stórt mannvirki fyrir eitt álver í viðbót finnst mér fáránlegt. Er ekkert til annað en álver? Maður spyr sig. Ég segi bara ÁFRAM ÓMAR og vonandi hlusta þessir blessuðu ráðamenn á það sem hann hefur fram að færa.

Í tíma í dag sagði ein konan þegar hún var spurð af hverju hún væri svona fín til fara. Klædd í svart frá toppi til táar. "Þetta er jarðarfara dressið mitt". En hún var ekki á leiðinni í neina jarðarför aðra en þá sem er þegar hafin fyrir austan þar sem hún var í anda.

mánudagur, september 25, 2006

Myndir

Hún Guðný Ebba er búin að setja inn myndir sem voru teknar í partýinu á Bræðraborgarstígnum. Það var sko voða mikið stuð. Allir að kíkja á það.

sunnudagur, september 24, 2006

Stutt yfirferð

Helgin var voða fín
Skemmtilegt fólk
Góður matur
Smá tjútt
Lærdómur
Keypti tvo boli
Rosa flotta
Guðrún systir í heimsókn
Stefnir í busy busy viku
Komin í megrun

Annars var Indriði að setja inn video úr ferðinni á YouTube. Þetta eru reyndar bara voða stutt video tekin á litlu myndavélina okkar og eru því ekki í góðum gæðum. Linkurinn er hérna til hliðar. Endilega allir að kíkja á það.

þriðjudagur, september 19, 2006

Current

Mood: Blanda af happy og pissed off
Clothes: Náttbuxur og bolur af stráknum
Food: Örbylgjupopp
TV-show: Queer eye for the straight guy
Tipp of the day: Don´t shit where you eat!

Annars er ég frekar glöð bara. Er búin að vera í skólanum í allan dag, fyrsti tíminn kl. átta og síðasti tíminn búin kl. 7. Dagskráin fyrir kvöldið er því ekkert nema afslöppun og hleðsla á batteríum. Á eftir er sko þáttur um pabba hennar Dorritar í sjónvarpinu sem planið er að horfa á. Er annars búin að vera voða mikið að spá í samskiptamynstrum hjá fólki. Kannski af því ég frétti um daginn að ég og minn heittelskaði hefðum orðið fyrir mis-góðu umtali. Fyrir fólk sem kann ekki að haga sér þá bendi ég á tipp of the day.

miðvikudagur, september 13, 2006

Það þarf ekki mikið til að gleðja mann

Bubbinn litli er búin að setja inn fyrstu færsluna frá Berlín, eða Bjórlín eins og hún kýs að kalla það.
Allir að kíkja á það.

þriðjudagur, september 12, 2006

Nýjar myndir

Við ákváðum að taka til í myndunum og setja inn það sem við erum búin að taka í sumar. Þetta er svona héðan og þaðan og það nýjasta úr réttunum. Allir að skoða.

fimmtudagur, september 07, 2006

Punktar

• Skólinn er byrjaður
• Mér líst vel á fögin sem ég er í
• Ég er komin með allar bækurnar
• Ég er búin að fara 3x á Bókhlöðuna
• Stefni að því að flytja þangað með allt mitt hafurtask
• Heimspeki kúrsarnir byrja mjög vel
• Síðasta helgi var góð
• Gisti með Stínu á 1919 á fimmtudaginn
• Fór í facial með Röggu á Nordica á föstudagsmorgun
• Var að vinna á Primavera á föstudag og laugardag
• Matt Dillon kom að borða á laugardaginn
• Kíkti á Iðnó-skvísurnar e. vinnu á föstudaginn
• Það var voða stuð
• Hitti Bjögga frænda
• Var frekar þreytt á sunnudaginn
• Er komin lang leiðina með greinina sem ég er að skrifa fyrir Stúdetnablaðið
• Er búin að fara á hjólinu í skólann 2x
• Er farin að hallast að því að ég þjáist af síþreytu
• Kem mér ekki á lappir á morgnanna
• Og reyndar heldur ekki í rúmið á kvöldin
• Fylgist kannski smá að
• Langar ennþá VOÐA mikið að fara til útlanda
• Helst til Amsterdam eða til Finnlands
• Er búin að prenta út óhemju mikið magn af glósum
• Er samt ekki búin að lesa megnið af þeim
• Erum ekki búin að tæma geymsluna á Þinghólsbrautinni
• Það verður að gera næstu daga
• Erum að fara norður í réttir um helgina
• Aldrei að vita nema maður skelli sér á réttarball
• Er búin að endurheimta Guðnýjuna mína frá Amsterdam
• Finnst ennþá frekar ósanngjarnt að hún hafi fengið að hitta drottninguna
• Og ekki ég
• Ég held að skúnkurinn vinni Rockstarið
• Hef ekki meikað að horfa á síðustu þætti vegna þreytu
• Erum ennþá með höldulausa eldhúsinnréttingu
• Allt annað samt að komast í rétt form
• Þetta verður góður vetur

þriðjudagur, september 05, 2006

Blanko

Ég hef ekkert...

Meira seinna.